Fréttir

Fréttamynd

Vinsældir Kia aukast enn í Evrópu

Kia náði hæstu markaðshlutdeild sinni í Evrópu á síðasta ári eða 4,3%. Kia bætti þar með enn árangur sinn á evrópskum mörkuðum frá árinu áður en bílaframleiðandinn var með 3,5% markaðshlutdeild í Evrópu árið 2020. Kia seldi alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður.

Bílar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

BMW hættir að framleiða V12 vélar

Síðasta V12 vélin verður sett í M760i sem eingöngu verður fáanlegur í Bandaríkjunum. Framleiðslu bílsins verður hætt seinna á árinu. Þar með lýkur sögu nýrra 12 sílendra BMW véla.

Bílar
Fréttamynd

Valentino Rossi ætlar að keppa á fjórum hjólum

MotoGP goðsögnin Valentino Rossi hætti keppni í mótorhjólakappakstri í lok síðasta árs. Á glæstum mótorhjólaferli varð Rossi sjöfaldur heimsmeistari, vann 89 keppnir og var 199 sinnum á verðlaunapalli. Hann hefur nú skráð sig í sportbílakappakstursmótaröð með WRT liðinu á þessu ári í GT3 flokki.

Bílar
Fréttamynd

Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra

Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu.

Bílar
Fréttamynd

Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum

Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014.

Bílar
Fréttamynd

13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025

Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum.

Bílar
Fréttamynd

Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla

Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 

Bílar
Fréttamynd

Polestar 2 - betri fólksbíll en Model 3

Polestar 2 er fimm manna rafstallbakur (e. fastback) frá Polestar, sem er dótturfélag Volvo og Geely. Polestar er í grunninn sænskt félag sem framleiðir bíla í Kína og brátt í Bandaríkjunum og frekari útrás í kortunum. Brimborg hefur nýlega tekið við umboði fyrir Polestar á íslandi. Polestar hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurunnin efni í framleiðslu bíla sinna.

Bílar
Fréttamynd

Toyota ætlar að kynna 30 rafbíla fyrir árið 2030

Toyota kynnti í gær áform sín um framleiðslu rafbíla til næstu ára. Toyota og Lexus ætla að kynna 30 nýja rafbíla á næstu átta árum. Stefnt er að því að árið 2030 verði sala á rafbílum komin í 3,5 milljónir rafbíla á ári.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla

Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019.

Bílar
Fréttamynd

Myndir af nýjum Mini leka á netið

Myndum af næstu kynslóð hins goðsagnakennda Mini hlaðbaks hefur verið lekið á netið. Þær birtust upprunalega í kínverskum fjölmiðlum en eru nú komnar í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 valinn jepplingur ársins hjá Top Gear

Kia EV6 rafbíllinn hefur verið valinn jepplingur ársins hjá bílatímaritinu heimsfræga Top Gear. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað fyrir stuttu og er þetta enn ein viðurkenningin sem bíllinn fær.

Bílar
Fréttamynd

Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3

Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai með flestar nýskráningar í nóvember

Flest nýskráð ökutæki í nóvember voru af Hyundai gerð. Nýskráð voru 194 ökutæki af Hyundai gerð í nóvember. Það er annar mánuðurinn í röð sem Hyundai er á toppnum. Næst á eftir Hyundai kemur Kia með 95 nýskráningar og svo Toyota í þriðja sæti með 91 nýskráningu. Þetta kemur fram í tölum á veg Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn MG ZS EV Luxury með 440 km drægni

BL við Sævarhöfða kynnir á morgun laugardag, 4. desember milli kl. 12 og 16, uppfærðan og útlitsbreyttan MG ZS EV Luxury með 72 kWh rafhlöðu með uppgefinni 440 km drægni samkvæmt WLTP mælingum í blönduðum akstri. MG ZS EV er fimm manna fólksbíll sem hjá BL kostar 5.490 þúsundir króna.

Bílar
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.