Umræðan

Fréttamynd

Hlauptu hratt í rétta átt

Björgvin Ingi Ólafsson

Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur. Þá skiptir heldur ekki máli hversu hratt þú ferð.

Umræðan

Fréttamynd

Verðhækkanir keppinauta og samkeppnislög

Peter Dalmay

Hegðun keppinauta leiðir ein og sér ekki til þess að samstilltar aðgerðir hafi verið viðhafðar í skilningi samkeppnislaga. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum aðlagi sig með skynsamlegum hætti að háttsemi keppinauta sinna, hvort sem slík háttsemi lýtur að verðhækkunum, verðlækkunum eða annars konar verðákvörðunum.

Umræðan
Fréttamynd

Hætta á grænþvotti víða í fjárfestingarkeðjunni

Eva Margrét Ævarsdóttir

Húsleitin hjá þýska eignastýringarfyrirtækinu DWS kemur í kjölfar þess að eftirlitsaðilar hafa verið að beina sjónum sínum að hættunni á grænþvotti í fjármálageiranum. Áhugi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í farveg sem byggir á sjálfbærniþáttum hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum og er geirinn nú metinn á um 40 billjónir Bandaríkjadala.

Umræðan
Fréttamynd

Næstu tvö ár ráða úrslitum

Ísak Rúnarsson

Þegar litið er yfir sviðið, á þau óveðurský sem nú hrannast upp víðast hvar í hagkerfum heimsins er ljóst að hagstjórn á komandi tveimur árum eða svo getur ráðið miklu um áframhaldandi lífskjarasókn íslensks almennings næsta áratuginn. Fjármálastjórnin og peningamálastjórnin verða að ganga í takt.

Umræðan
Fréttamynd

Hver kynslóð fær sitt

Árni Guðmundsson,Guðmundur Þ. Þórhallsson,Benedikt Jóhannesson

Í grein sem birtist í morgun hjá Innherja á Vísi.is gætir mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Vitnað er til Bjarna Guðmundssonar tryggingstærðfræðings sem telur að með „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sé brotið „gróflega á eignarrétti yngri sjóðfélaga.“

Umræðan
Fréttamynd

Ofgreiðsla skatta við slit félaga og réttur til endurgreiðslu

Bjarni Þór Bjarnason

Það er óhætt að fullyrða að með nýlegum úrskurðum hafi yfirskattanefnd tekið af skarið og kveðið á um það með afdráttarlausum hætti að sú framkvæmd sem ríkisskattstjóri hefur viðhaft við slit félaga um árabil fái ekki staðist.

Umræðan
Fréttamynd

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi

Jón Ólafur Halldórsson

Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.

Umræðan
Fréttamynd

Afskiptasami ráðherrann og löngunin til að handstýra hagkerfinu

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Hið undarlega hlutverk hagfræðinnar, skrifaði nóbelsverðlaunahafinn Friedrich A. Hayek í lauslegri þýðingu undirritaðs, er að varpa ljósi á hversu lítið menn vita í raun um það sem þeir ímynda sér að geta hannað.

Umræðan
Fréttamynd

Afskræming bankasölunnar

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Einhvers konar stundarbrjálæði hafði gripið um sig. Forsíður vefmiðla voru undirlagðar af fréttum um að hinir og þessir hefðu fengið að kaupa Íslandsbanka á undirverði, og gífuryrðum um spillingu. Það heyrðust jafnvel háværar kröfur um að sölunni skyldi rift.

Umræðan
Fréttamynd

Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands

Reynir Smári Atlason og Vilhjálmur Þór Svansson

Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni.

Umræðan
Sjá næstu 50 greinar
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.