
Lágmarksinntak sáttameðferðar barnalaga
Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði.