Enski boltinn

Frakk­lands­meistarar PSG vilja Ras­h­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Rashford brenndi af dauðafæri gegn Brighton en var síðan flaggaður rangstæður svo það hefði ekki talið.
Marcus Rashford brenndi af dauðafæri gegn Brighton en var síðan flaggaður rangstæður svo það hefði ekki talið. EPA-EFE/Peter Powell

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa áhuga á því að fá Marcus Rashford, leikmann Manchester United, í sínar raðir. Frá þessu greinir franski miðillinn L'Équipe.

Samkvæmt frétt franska miðilsins hefur PSG þegar sett sig í samband við teymi leikmannsins en samningur hans við Man United rennur út næsta sumar. Enska félagið getur þó framlengt samninginn um ár og má reikna með því að það verði gert, sérstaklega í ljósi áhuga Parísarliðsins.

Eftir að hafa svo gott sem borið Man United á bakinu tvö tímabil í röð – og glímt við gríðarlega erfið meiðsli – í kjölfar þess þá var Rashford afleitur á síðasta tímabili. Vonaðist stuðningsfólk Man Utd og hans að sumarfríið hefði gert honum gott en sóknarmaðurinn fékk úr litlu sem engu að moða er Man Utd tapaði 1-2 gegn Brighton & Hove Albion í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það breytir því ekki að PSG sér Rashford sem leikmann sem getur leyst vandamál liðsins í fremstu línu en talið er að PSG sé á höttunum á eftir leikmanni sem getur bæði spilað sem sóknarþenkjandi vængmaður eða sem fremsti maður.

Talið er að hinn 24 ára gamli Rashford sé í leit að nýtti áskorun og gæti hann ákveðið að fara yfir Ermasundið og til Parísar. Hann hefur alls spilað 304 leiki fyrir Man United, skorað 93 mörk og lagt upp 57.

PSG er ágætlega mannað en er samt sem áður orðað við fjölda leikmanna um þessar mundir. Til að munda styttist í að miðjumaðurinn Fabián Ruiz verði tilkynntur sem nýjasti leikmaður liðsins. Það gæti nú farið svo að Rashford verði tilkynntur skömmu síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.