Fótbolti

Aron Einar á toppinn í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í búningi Al Arabi.
Aron Einar Gunnarsson í búningi Al Arabi. Getty/Simon Holmes

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al Arabi vann 2-1 sigur á Al Rayyan í kvöld. Sigurinn lyftir Al Arabi upp á topp efstu deildar í fótbolta í Katar.

Það var mark dæmt af gestunum en eftir tólf mínútur komst Al Arabi yfir. Staðan 1-0 í hálfleik. Eftir um klukkustundarleik tvöfaldaði heimaliðið forystuna en gestirnir minnkuðu muninn undir lok leiks.

Lokatölur 2-1 og Al Arabi komið á toppinn með sex stig eftir tvo leiki. Ekkert annað lið hefur unnið fyrstu tvo leikina sína á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.