NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Shaq vill kaupa Orlando Magic

Shaquille O'Neal kom eins og stormsveipur inn í NBA-deildina þegar Orlando Magic valdi hann í nýliðavalinu 1992. Nú vill kappinn eignast félagið sem gerði hann að stórstjörnu á tíunda áratug síðustu aldar.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave people, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Curry loks mikil­vægastur í úr­slita­ein­víginu

Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden Sta­te NBA meistari árið 2022

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022.

Körfubolti
Fréttamynd

Maywe­at­her vill líka sitt eigið lið í NBA deildinni

Nýverið opinberaði LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, að þegar skórnir færu á hilluna langaði honum að eiga NBA lið – og það í Las Vegas. Nú hefur glaumgosinn og hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather tekið í sama streng.

Körfubolti
Fréttamynd

Dúsir í rúss­nesku fangelsi fram yfir mánaðar­mót

Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta.

Körfubolti
Fréttamynd

Stríðs­mennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum.

Körfubolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.